Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. október 2014 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Van Gaal: Stærsti grannaslagur minn á ferlinum
Louis van Gaal er til í slaginn.. Grannaslaginn.
Louis van Gaal er til í slaginn.. Grannaslaginn.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að grannaslagurinn gegn Manchester City á sunnudag verði sá stærsti á hans ferli.

Hollendingurinn mætir með sína leikmenn á Etihad leikvanginn á sunnudag og þrátt fyrir að hafa stýrt stórliðum á borð við Barcelona og Bayern Munchen segir hann að þessi viðureign verði sú stærsta.

,,Þetta verður minn stærsti grannaslagur á ferlinum," sagði Van Gaal við blaðamenn.

,,Þetta er bara einn af 38 deildarleikjum sem við verðum að spila, en fyrir stuðningsmennina er rígurinn gríðarlega stór og ég finn það líka á leikmönnum liðsins, sérstaklega Ryan Giggs."

,,Þegar hann kynnti leikgreiningu sína á City fann ég smá taugar í honum. Það var gott að sjá."

Athugasemdir
banner
banner