Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 31. desember 2017 11:07
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Byrjunarlið Crystal Palace og Man City: Sterling og Aguero á bekknum
Mangala kemur inn í byrjunarliðið
Mangala kemur inn í byrjunarliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið í fyrri leik dagsins voru að detta í hús en það er leikur Crystal Palace og toppliðs Manchester City.

Leikið er á Selhurst Park en með sigri getur Manchester City hvorki meira né minna náð 16 stiga forystu.

Fátt virðist geta stöðvað Manchester City þessa dagana en gengi Crystal Palace hefur verið að koma til eftir skelfilega byrjun.

Manchester City gerir þrjár breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Vincent Kompany er frá vegna smávægilegra meiðsla og þá eru Sterling og Aguero settir á bekkinn.

Í stað þeirra koma Mangala, Sané og Jesus inn í liðið.

Byrjunarlið Crystal Palace: Hennessey, Fosu-Mensah, Tomkins, Dann, van Aanholt, Townsend, Cabaye, Milivojevic, Riedewald, Zaha, Benteke
(Varamenn: Speroni, Lee, Souare, Kaikai, Kelly, Delaney, Puncheon)

Byrjunarlið Manchester City: Ederson, Walker, Danilo, Gündogan, Mangala, De Bruyne, Sané, Bernardo, Fernandinho, Otamendi, Jesus
(Varamenn: Bravo, Stones, Sterling, Agüero, Adarabioyo, Zinchenko, Touré)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner