Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 31. desember 2017 15:40
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Byrjunarlið WBA og Arsenal: Enginn Özil
Þetta er tímamótaleikur fyrir Wenger
Þetta er tímamótaleikur fyrir Wenger
Mynd: Getty Images
Þá er komið að síðasta leik ársins í enska boltanum en það er leikur WBA og Arsenal.

Bæði lið þurfa á þremur stigum að halda í dag.

WBA situr á botni deildarinnar, og er fjórum stigum frá öruggu sæti.

Á meðan er Arsenal í 6. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá 4. sæti deildarinnar og yrði það erfitt fyrir Arsenal að missa liðið fyrir ofan sig, of langt frá sér.

Leikurinn er mikill tímamótaleikur fyrir Arsene Wenger, stjóra Arsenal.

Frakkinn tók við Arsenal 12. október 1996, og nú 7750 dögum síðar er Wenger að stýra sínum 811. leik fyrir félagið. Með því fer hann fram úr Sir Alex Ferguson sem stýrði Manchester United í 810 leikum.

Það er enginn Mesut Özil í leikmannahóp Arsenal. Vangaveltur eru um framtíð hans en ekki hefur enn verið gefið út hver ástæðan er fyrir fjarveru hans.

Byrjunarlið WBA: Foster, Gibbs, Robson-Kanu, Evans, Livermore, Phillips, Brunt, Barry, Rodriguez, Dawson, Hegazi
(Varamenn: Myhill, Nyom, Yacob, McClean, Burke, Krychowiak, McAuley)

Byrjunarlið Arsenal: Cech, Chambers, Koscielny, Mustafi, Wilshere, Xhaka, Bellerin, Iwobi, Sanchez, Kolasinac, Lacazette
(Varamenn: Ospina, Mertesacker, Maitland-Niles, Coquelin, Elneny, Walcott, Welbeck)
Athugasemdir
banner
banner
banner