Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 31. desember 2017 17:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Guardiola: Leikmenn þurfa meiri vernd
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City kallar eftir meiri vernd fyrir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni af dómurum deildarinnar.

Tveir af leikmönnum City meiddust gegn Crystal Palace í dag en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Gabriel Jesus þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í fyrri hálfleik og þá var Kevin De Bruyne tæklaður niður í uppbótartíma og þurfti hann að fara útaf.

„Ég dáist að því hversu líkamleg enska úrvalsdeildin er en dómararnir verða að vernda leikmennina, það er það eina sem ég bið um," sagði Guardiola.

„Þeir vita hvað þeir verða að gera. Ég veit að snertingar eru meira leyfðar hér heldur en annarsstaðar en það eru takmörk."
Athugasemdir
banner
banner
banner