mán 12.feb 2018
Sturridge fór meiddur af velli eftir fjórar mínútur
Daniel Sturridge var í byrjunarliði WBA gegn Chelsea í kvöld en þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir aðeins fjórar mínútur.

Sturridge haltraði útaf og virtist halda utan um læri sitt. Sturridge hefur verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár. Hann gekk til liðs við West Brom í lok félagsskiptagluggans í janúar í þeirri von að ná ferli sínum aftur á skrið.

Jay Rodriguez kom inná í stað Sturridge og fékk besta færi leiksins hingað til á 11. mínútu þegar hann slapp einn í gegn en skot hans fór framhjá marki Chelsea.

Staðan er enn 0-0 eftir um 20 mínútna leik.