Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. júní 2016 20:52
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands gegn Englandi: Fjórir fá 10!
Icelandair
Þvílíkt landslið!
Þvílíkt landslið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raggi Sig fagnar marki sínu.  Hann er maður leiksins.
Raggi Sig fagnar marki sínu. Hann er maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú er nýlokið leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM. Hér eru einkunnir eftir leik.

Hannes Þór Halldórsson 8
Fékk vítið á sig á klaufalegan hátt í byrjun leiks. Steig ekki feilspor eftir það.

Birkir Már Sævarsson 8
Missti Sterling inn fyrir sig í vítinu. Sterling sást ekki eftir það. Frábær leikur hjá Birki.

Kári Árnason 9
Lagði upp fyrra markið og var virkilega öflugur. Hann og Raggi eru eins og malt og appelsín.

Ragnar Sigurðsson 10 - Maður leiksins
Geggjuð frammistaða sem var toppuð með marki. Raggi fær bunka af tilboðum eftir EM.

Ari Freyr Skúlason 8
Skilaði sínu mjög vel. Besti leikur hans í keppninni.

Aron Einar Gunnarsson 10
Dreif liðið áfram á magnaðan hátt. Var nálægt því að kóróna frammistöðuna með marki í lokin.

Gylfi Þór Sigurðsson 9
Frábær með Aroni á miðjunni. Átti þátt í öðru markinu.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Skilaði mjög góðri vinnu allan leikinn. Hóf spilið á hægri kantinum í öðru markinu ásamt Birki Má.

Birkir Bjarnason 10
Gífurlega öruggur á boltann og yfirferðin ótrúleg.

Kolbeinn Sigþórsson 10 ('76)
Skoraði sitt fyrsta mark á mótinu. Vann marga skallabolta áður en hann varð að fara af velli á 76. mínútu.

Jón Daði Böðvarsson 8 ('88)
Lagði upp fyrra markið og hljóp úr sér lungun enn á ný.

Varamenn:

Theódór Elmar Bjarnason ('76)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Arnór Ingvi Traustason ('88)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner