Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 20. sæti: West Brom
West Brom féll úr ensku úrvalsdeildinni.
West Brom féll úr ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Pardew tók við West Brom í nóvember eftir að Tony Pulis hafði verið rekinn, Pardew var svo rekinn í byrjun apríl.
Pardew tók við West Brom í nóvember eftir að Tony Pulis hafði verið rekinn, Pardew var svo rekinn í byrjun apríl.
Mynd: Getty Images
Darren Moore stýrði West Brom með góðum árangri eftir að Pardew var rekinn.
Darren Moore stýrði West Brom með góðum árangri eftir að Pardew var rekinn.
Mynd: Getty Images
Jay Rodriguez og Salomon Rondon skoruðu báðir sjö mörk á tímabilinu.
Jay Rodriguez og Salomon Rondon skoruðu báðir sjö mörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Chris Brunt lagði upp sjö mörk.
Chris Brunt lagði upp sjö mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Við byrjum á því að skoða hvað gerðist hjá West Brom í vetur.

West Brom er fallið niður í Championship deildina, Tony Pulis var knattspyrnustjóri liðsins þegar tímabilið hófst en var rekinn eftir 4-0 tap gegn Chelsea í nóvember.

Alan Pardew var ráðinn í knattspyrnustjóra starfið og átti að vera maðurinn sem gæti bjargað liðinu frá falli, en svo fór ekki og Pardew var rekinn í byrjun apríl eftir að hafa stjórnað liðinu til sigurs í aðeins einum deildarleik.

Darren Moore tók við West Brom og fékk það verkefni að stýra liðinu í síðustu leikjum tímabilsins, það er ekki annað hægt að segja að hann hafi gert góða hluti með liðið. Moore stýrði West Brom meðal annars til sigurs á Old Trafford gegn Manchester United þar sem Jay Rodriguez skoraði sigurmarkið, náði í jafntefli á heimavelli gegn Liverpool og West Brom tókst að sigra Tottenham með marki sem kom á 90. mínútu.

Besti leikmaður West Brom á tímabilinu:
Jonny Evans var sterkur í vörn West Brom í vetur en mun að öllum líkindum fara frá félaginu í sumar, hann skoraði tvö mörk á tímabilinu. Framherjarnir Jay Rodriguez og Salomon Rondon komu einnig til greina í þessu vali en Evans fær þennan titil.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Jay Rodriguez - 7 mörk
Salomon Rondon - 7 mörk
Craig Dawson - 2 mörk
Jonny Evans - 2 mörk
Ahmed Hegazi - 2 mörk
Jake Livermore - 2 mörk
Matt Phillips - 2 mörk
Hal Robson-Kanu - 2 mörk
Gareth Barry - 1 mark
Nacer Chadli - 1 mark
Sam Field - 1 mark
James McClan - 1 mark
James Morrison - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Chris Brunt - 7 stoðsendingar
Salomon Rondon - 3 stoðsendingar
Oliver Burke - 2 stoðsendingar
Jonny Evans - 2 stoðsendingar
Grzegorz Krychowiak - 2 stoðsendingar
Jake Livermore - 2 stoðsendingar
Matt Phillips - 2 stoðsendingar
Gareth Barry - 1 stoðsending
Kieran Gibbs - 1 stoðsending
Allan Nyom - 1 stoðsending
Jay Rodriguez - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Ahmed Hegazi - 38 leikir
Ben Foster - 37 leikir
Jay Rodriguez - 37 leikir
Salomón Rondón - 36 leikir
Jake Livermore - 34 leikir
Kieran Gibbs - 33 leikir
James McClean - 30 leikir
Matt Phillips - 30 leikir
Allan Nyom - 29 leikir
Jonny Evans - 28 leikir
Craig Dawson - 28 leikir
Grzegorz Krychowiak - 27 leikir
Chris Brunt - 26 leikir
Gareth Barry - 25 leikir
Hal Robson-Kanu - 21 leikur
Claudio Yacob - 16 leikir
Oliver Burke - 15 leikir
Sam Field - 10 leikir
Gareth McAuley - 9 leikir
Daniel Sturridge - 6 leikir
Nacer Chadli - 5 leikir
James Morrison - 4 leikir
Rekeem Harper - 1 leikur
Boaz Myhill - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
West Brom fékk á sig 56 mörk í vetur en vörnin þeirra fékk ekki á sig flest mörkin í vetur, þeir enduðu þrátt fyrir það í neðsta sæti deildarinnar.

Hvaða leikmaður West Brom skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markvörður liðsins Ben Foster fékk flest stig í vetur í Fantasy leiknum, 123 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi West Brom á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði því fyrir tímabilið að West Brom myndi halda sæti sínu í deild þeirra bestu á Englandi, en liðinu var spáð 14. sæti.

Spáin fyrir enska - 14. sæti: West Brom

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá West Brom á tímabilinu.
Tony Pulis rekinn frá West Brom (Staðfest)
Pardew nýr stjóri West Brom (Staðfest)
Alan Pardew yfirgefur West Brom (Staðfest)
Darren Moore strax búinn að gera betur en Pardew
England: Botnliðið sigraði Manchester United

Athugasemdir
banner
banner
banner