Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 14. maí 2018 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 18. sæti: Swansea
Paul Clement var rekinn frá Swansea rétt fyrir jól.
Paul Clement var rekinn frá Swansea rétt fyrir jól.
Mynd: Getty Images
Fabianski var að vonum leiður eftir að það var ljóst að Swansea var fallið, Pólverjinn átti gott tímabil.
Fabianski var að vonum leiður eftir að það var ljóst að Swansea var fallið, Pólverjinn átti gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Swansea mun spila í Championship deildinni á næsta tímabili.
Swansea mun spila í Championship deildinni á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Carlos Carvalhal tók við Swansea undir lok síðasta árs, honum tókst ekki að halda liðinu uppi og hann verður ekki stjóri Swansea á næsta tímabili.
Carlos Carvalhal tók við Swansea undir lok síðasta árs, honum tókst ekki að halda liðinu uppi og hann verður ekki stjóri Swansea á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Jordan Ayew skoraði mest af leikmönnum Swansea í vetur, hann skoraði sjö mörk.
Jordan Ayew skoraði mest af leikmönnum Swansea í vetur, hann skoraði sjö mörk.
Mynd: Getty Images
Tom Carroll lagði upp flest mörkin í liði Swansea.
Tom Carroll lagði upp flest mörkin í liði Swansea.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Swansea í vetur.

Swansea kveður nú ensku úrvalsdeildina eftir að hafa verið þar frá árinu 2011. Tap Swansea fyrir Southampton á þriðjudaginn í síðustu viku setti þá í slæma stöðu og staðan var svo orðin enn verri eftir að Huddersfield náði í stig gegn Chelsea á miðvikudaginn.

Swansea átti tölfræðilega möguleika á að halda sér uppi fyrir lokaumferðina en það var nokkuð ljóst að liðið var á leið niður í Championship deildina. Paul Clement var knattspyrnustjóri Swansea þegar enska úrvalsdeildin hófst en var rekinn rétt fyrir jól, þá var liðið í neðsta sæti ensku úrvalsdeildinnar með tólf stig og hafði einungis unnið þrjá af fyrstu átján leikjum sínum í deildinni.

Á milli jóla og nýárs var Portúgalinn Carlos Carvalhal ráðinn nýr knattspyrnustjóri Swansea. Carvalhal stjórnaði Swansea til sigurs í fyrsta leik sínum hjá félaginu en það var gegn Watford, í janúar sigraði liðið meðal annars Liverpool 1-0 og í næsta leik á eftir Arsenal, 3-1.

Febrúar gekk nokkuð vel en þegar leið á vorið fór að hægjast á stigasöfnuninni og niðurstaðan eins og fyrr segir, Swansea fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Á fimmtudaginn greindu enskir fjölmiðlar frá því að Carlos Carvalhal yrði ekki stjóri Swansea á næsta tímabili.

Besti leikmaður Swansea á tímabilinu:
Pólski markvörðurinn Lukasz Fabianski átti fínt tímabil í markinu hjá Swansea en hann lék alla 38 deildarleiki liðsins, hélt hreinu í níu leikjum.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Jordan Ayew - 7 mörk
Tammy Abraham - 5 mörk
Sam Clucas - 3 mörk
Wilfried Bony - 2 mörk
Ki Sung-yueng - 2 mörk
Andy King - 2 mörk
Alfie Mawson - 2 mörk
Leroy Fer - 1 mark
Federico Fernandez - 1 mark
Luciano Narsingh - 1 mark
Mike van der Hoorn - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Tom Carroll - 4 stoðsendingar
Andre Ayew - 2 stoðsendingar
Ki Sung-yueng - 2 stoðsendingar
Kyle Naughton - 2 stoðsendingar
Jordan Ayew - 2 stoðsendingar
Tammy Abraham - 1 stoðsending
Sam Clucas - 1 stoðsending
Leroy Fer - 1 stoðsending
Federico Fernandez - 1 stoðsending
Alfie Mawson - 1 stoðsending
Oliver McBurnie - 1 stoðsending
Martin Olsson - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Lukasz Fabianski - 38 leikir
Alfie Mawson - 38 leikir
Tom Carroll - 37 leikir
Jordan Ayew - 36 leikir
Martin Olsson - 36 leikir
Kyle Naughton - 34 leikir
Tammy Abraham - 31 leikur
Federico Fernandez - 30 leikir
Sam Clucas - 29 leikir
Ki Sung-yueng - 25 leikir
Nathan Dyer - 24 leikir
Mike van der Hoorn - 24 leikir
Leroy Fer - 20 leikir
Luciano Narsingh - 18 leikir
Wilfried Bony - 15 leikir
Wayne Routledge - 15 leikir
Renato Sanches - 12 leikir
Andre Ayew - 12 leikir
Andy King - 11 leikir
Oliver McBurnie - 11 leikir
Roque Mesa - 11 leikir
Kyle Bartley - 5 leikir
Leon Britton - 5 leikir
Connor Roberts - 4 leikir
Angel Rangel - 4 leikir
Jay Fulton - 2 leikir

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Swansea fékk á sig 56 mörk í vetur.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Lukasz Fabianski fékk flest stig í Fantasy leiknum í vetur af leikmönnum Swansea, hann endaði með 157 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Swansea á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði Swansea falli fyrir tímabilið sem varð að veruleika, en Swansea endaði í 18. sæti en þeim var spáð 20. sæti.

Spáin fyrir enska - 20. sæti: Swansea

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Swansea á tímabilinu.
Clement rekinn frá Swansea (Staðfest)
Carvalhal tekinn við Swansea (Staðfest)
England: Swansea lagði Liverpool
England: Swansea vann Arsenal í fyrsta leik Mkhitaryan
Carvalhal: Erum ekki lengur á bráðamóttökunni
Stjóri Swansea: Gerðum okkar besta
Carvalhal verður ekki stjóri Swansea á næsta tímabili

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19. Stoke
20. West Brom

Athugasemdir
banner
banner