Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. maí 2018 16:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 17. sæti: Southampton
Mauricio Pellegrino var rekinn frá Southampton í mars.
Mauricio Pellegrino var rekinn frá Southampton í mars.
Mynd: Getty Images
Dusan Tadic skoraði sex mörk og lagði upp þrjú.
Dusan Tadic skoraði sex mörk og lagði upp þrjú.
Mynd: Getty Images
Mark Hughes tók við Southampton í mars.
Mark Hughes tók við Southampton í mars.
Mynd: Getty Images
Charlie Austin var markahæsti leikmaður Southampton.
Charlie Austin var markahæsti leikmaður Southampton.
Mynd: Getty Images
Ryan Bertrand lagði upp fjögur mörk, hann lagði upp flest mörkin.
Ryan Bertrand lagði upp fjögur mörk, hann lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Southampton í vetur.

Southampton mun áfram leika í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili en þeir náðu naumlega að halda sæti sínu í deildinni.

Mauricio Pellegrino var stjóri Southampton þegar tímabilið hófst í ágúst, í fyrsta leik kom Swansea í heimsókn en þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Liðið sat í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar árið 2018 gekk í garð með 20 stig.

Pellegrino missti starfið sem knattspyrnustjóri Southampton þann 12. mars en þá hafði liðið einungis náð í 1 sigur í síðustu 17 leikjum, stigi frá fallsæti. Mark Hughes var ráðinn til starfa hjá Southampton tveimur dögum eftir brotthvarf Pellegrino.

Þegar Southampton átti fimm deildarleiki eftir voru þeir í fallsæti þremur stigum frá öruggu sæti með 28 stig. En jafntefli við Leicester og Everton, sigrar á Bournemouth og Swansea komu þeim í góða stöðu fyrir lokaumferðina en tap gegn Manchester City í lokaumferðinni breytti stöðunni ekkert og Southampton eins og fyrr segir mun leika áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Besti leikmaður Southampton á tímabilinu:
Serbinn Dusan Tadic átti flott tímabil, skoraði sex mörk og lagði upp þrjú í leikjunum 36 sem hann spilaði.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Charlie Austin - 7 mörk
Dusan Tadic - 6 mörk
Manolo Gabbiadini - 5 mörk
Steven Davis - 3 mörk
James Ward-Prowse - 3 mörk
Sofiane Boufal - 2 mörk
Shane Long - 2 mörk
Jack Stephens - 2 mörk
Maya Yoshida - 2 mörk
Jan Bednarek - 1 mark
Mario Lemina - 1 mark
Nathan Redmond - 1 mark
Oriol Romeu - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Ryan Bertrand - 4 stoðsendingar
Cedric Soares - 3 stoðsendingar
Nathan Redmond - 3 stoðsendingar
Dusan Tadic - 3 stoðsendingar
James Ward-Prowse - 3 stoðsendingar
Sofiane Boufal - 2 stoðsendingar
Guido Carrillo - 1 stoðsending
Wesley Hoedt - 1 stoðsending
Mario Lemina - 1 stoðsending
Shane Long - 1 stoðsending
Jeremy Pied - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Dusan Tadic - 36 leikir
Ryan Bertrand - 35 leikir
Oriol Romeu - 34 leikir
Cedric Soares - 32 leikir
Nathan Redmond - 31 leikur
Shane Long - 30 leikir
James Ward-Prowse - 30 leikir
Manolo Gabbiadini - 28 leikir
Wesley Hoedt - 28 leikir
Sofiane Boufal - 26 leikir
Mario Lemina - 25 leikir
Charlie Austin - 24 leikir
Maya Yoshida - 24 leikir
Steven Davis - 23 leikir
Pierre-Emile Hojbjerg - 23 leikir
Jack Stephens - 22 leikir
Fraser Forster - 20 leikir
Alex McCarthy - 18 leikir
Virgil van Dijk (Spilar nú með Liverpool) - 12 leikir
Guido Carrillo - 7 leikir
Sam McQueen - 7 leikir
Josh Sims - 6 leikir
Jan Bednarek - 5 leikir
Jeremy Pied - 2 leikir
Matt Targett - 2 leikir
Michael Obafemi - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Southampton fékk á sig jafn mörg mörk og Swansea sem féll, 56 mörk. Það bjargaði hins vegar Southampton að þeir skoruðu talsvert meira en Swansea.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Dusan Tadic var stigahæstur leikmanna Southampton í Fantasy leiknum vinsæla, með 122 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Southampton á tímabilinu?

Fótbolti.net spáði Southampton góðu gengi fyrir tímabilið, 8. sæti ensku úrvalsdeilarinnar. Þessi spá var nokkuð langt frá því að ganga eftir því Southampton endaði í 17. sæti.

Spáin fyrir enska - 8. sæti: Southampton

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Southampton á tímabilinu.
Pellegrino handviss að Southampton bjargi sér
Pellegrino rekinn frá Southampton (Staðfest)
Pellegrino: Margar ástæður fyrir slæmu gengi liðsins
Mark Hughes ráðinn til Southampton (Staðfest)
England: Southampton í kjörstöðu eftir sigur - WBA fallið
Hughes himinlifandi í leikslok

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner