Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júní 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í 6. umferð: Minna drama og minni æsingur
Shameeka Fishley (ÍBV)
Shameeka Fishley.
Shameeka Fishley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Shameeka ætlar að hjálpa ÍBV að verja bikarmeistaratitilinn.
Shameeka ætlar að hjálpa ÍBV að verja bikarmeistaratitilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægð með mína frammistöðu hingað til en ég veit að ég get gefið enn meira," sagði Shameeka Fishley, leikmaður ÍBV, þegar fréttaritari Fótbolti.net náði af henni tali fyrr í dag. Shameeka er leikmaður 6. umferða Pepsi-deildar kvenna hjá Fótbolta.net.

Shameeka skoraði tvö mörk þegar ÍBV gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna í gær. Hún var valin maður leiksins og um hana í skýrslu leiksins er skrifað: „Þessi gella er svo mikið að stimpla sig inn. Skorar tvö í dag og allt sem hún gerir virkar auðvelt og öruggt. Alvöru leikmaður sem Jeffsy náði í."

Shameeka var ánægð með stigið í gær þrátt fyrir að ÍBV hafi verið með 2-1 forystu lengi vel.

„Þetta var verðskuldað stig á erfiðum útivelli gegn mjög góðu góðu liði. Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum, en mér fannst við sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins."

„Já, ég skoraði tvö mörk til hjálpa liðinu að fá þetta stig, en varnarlega héldum við nokkuð vel og leyfðum þeim ekki að klára færi. Það hefði verið afar svekkjandi ef þær hefðu stolið sigrinum á síðustu mínútunum en við börðumst saman og héldum út. Við vorum frekar svekktar með að ná ekki sigrinum en við tókum það jákvæða úr leiknum og núna einbeitum við okkur að næsta leik," sagði Shameeka.

Athyglisverður ferill
Shameeka er fædd og uppalin í Leeds á Englandi. Ferill hennar er afar athyglisverður hingað til. Hún spilaði fyrst um sinn fótbolta á Englandi en eftir að hafa verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum kom hún til Íslands, leiðin lá á Höfn í Hornafirði. Á Höfn var hún í eitt sumar og þar leið henni vel.

„Ég ólst upp í Leeds í England og fór síðan í háskóla í Bandaríkjunum, Davenport University. Eftir fjögur ár þar vildi ég gerast atvinnumaður og Sindri var fyrsta skrefið."

„Það var öðruvísi að búa á Höfn í Hornafirði," segir hún. „Miklu minna og rólegra en ég var vön og ég naut þess að vera þarna eftir að hafa alist upp í Englandi. Þarna var minna drama og minni æsingur."

„Ég held að það hafi gert mig að auðmjúkari mannesku að búa þarna, í þessu samfélagi."

Eftir tímann hjá Sindra fór hún til Ítalíu, til Hellas Verona. Þar var hún ásamt Örnu Sif Ásgrímsdóttur og Berglindi Björg Þorvaldsdóttur. Arna og Berglind lýstu dvölinni í Verona sem draumi sem breyttist í martröð. Þar var ekki alveg eins fyrir Shameeku. „Ég átti góðan tíma í Verona og mér leið vel þar."

„Fótboltinn á Ítalíu kenndi mér mikið, hann snýst mikið um tæknilegu hliðina. Berglind og Arna urðu vinkonur mína. Þær nutu ekki tímans og það var erfitt. Þær fengu ekki það sem þær vildu eða þurftu til að hjálpa liðinu eins og þær vildu gera."

ÍBV er í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Það er ekki alveg byrjunin sem liðið hafði vonast eftir. Um markmið sín með ÍBV segir Shameeka:

„Markmið mitt er að halda áfram að gefa eins mikið af mér til liðsins og ég mögulega get. Ég vil hjálpa liðinu að verja bikarmeistaratitilinn og enda hærra í Pepsi-deildinni en á síðasta tímabili," sagði hún að lokum.

ÍBV endaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 5. umferðar - Björk Björnsdóttir (HK/Víkingur)
Leikmaður 4. umferðar – Rio Hardy (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner