Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 30. mars 2010 22:26
Hafliði Breiðfjörð
Allar líkur á að Katrín Ómarsdóttir gangi til liðs við Kristianstad
Allar líkur eru á að Katrín Ómarsdóttir leiki með sænska félaginu Kristianstad á næstu leiktíð en þetta staðfesti Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari liðsins við Fótbolta.net í kvöld.

Katrín sem hefur leikið með KR undanfarin ár er búin að samþykkja samning við sænska félagið sem hefur komist að samkomulagi við KR um vistaskiptin.

,,Það á bara eftir að fá félagaskiptin samþykkt hjá sænska knattspyrnusambandinu svo hún ætti að vera orðin leikmaður Kristianstad 1. apríl," sagði Elísabet við Fótbolta.net í kvöld.

Kristianstad hefur leik í sænsku kvennadeildinni 5. apríl næstkomandi og auk Katrínar er Elísabet að vinna í að fá annan leikmann.

,,Við erum að fá bandarískan varnarmann sem hefur æft með Chicaco í atvinnumannadeildinni. Það stendur alveg eins og með Katrínu og er 90% klárt," sagði Elísabet ennfremur.

Fyrir hjá Kristianstad eru þrjár íslenskar stúlkur. Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir. Hólmfríður Magnúsdóttir lék með liðinu í fyrra en leikur í Bandaríkjunum á næstu leiktíð.
banner
banner
banner
banner