Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 23. desember 2010 13:06
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Wenger: Nani hlýtur að vera 1600 sinnum gáfaðari en ég
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, skaut á Nani kantmann Manchester United á fréttamannafundi í dag.

Nani sagði á dögunum að Manchester United þyrfti einungis að hafa áhyggjur af Chelsea í baráttunni um titilinn en Portúgalinn hefur litlar áhyggjur af Arsenal.

Hinn 61 árs gamli Wenger var ekki ánægður með þessi ummæli en hann hefur kynnst ýmsu í boltanum síðan hann byrjaði að þjálfa Nancy árið 1984.

,,Allir hafa mismunandi skoðanir í þessari deild og enginn er fullkominn. Við lifum í samfélagi þar sem allir vita allt og það er skömm að þurfa að segja, 'ég veit ekki."

,,Ég persónulega veit ekki hver mun vinna deildina og ég hef stýrt liði í 1600 leikjujm. Ef að Nani veit það þá hlýtur hann að vera 1600 sinnum gáfaðari en ég er,"
sagði Wenger.
banner
banner
banner