Á X-inu FM 97,7 milli 11 og 12
Útvarpsþátturinn Boltinn var á X-inu í dag milli 11 og 12. Umsjónarmaður þáttarins var Elvar Geir Magnússon.
Rætt var um íslenska landsliðið og leikina tvo gegn Frökkum og Svíum. Kolbeinn Tumi Daðason íþróttafréttamaður hjá 365 kom í spjall.
Þá var hitað upp fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni.
Hringt var í Loga Ólafsson, þjálfara Selfyssinga, en Blikar mæta í heimsókn á Selfoss í kvöld. Þá var Ásgeir Þór Ingólfsson, leikmaður Vals, á línunni. Valur fær Keflavík í heimsókn.

Nú er hægt að hlaða niður MP3 skrá af þættinum hér á Fótbolta.net.
Smelltu hér til að sækja MP3 skrá af þættinum.
Athugasemdir