Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. júní 2012 10:00
Elvar Geir Magnússon
Hin hliðin - Ásgeir Þór Magnússon (Valur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Markvörðurinn Ásgeir Þór Magnússon sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Ásgeir hefur leikið þrjá síðustu leiki Vals en hann er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Hann er uppalinn hjá Leikni og hefur leikið fyrir öll yngri landsliðin.

Í fyrra var hann lánaður til Hattar á Egilsstöðum sem komst upp úr 2. deildinni. Var Ásgeir valinn leikmaður ársins í deildinni.

Fullt nafn: Ásgeir Þór Magnússon

Gælunafn sem þú þolir ekki: Nei ekki eins og staðan er núna, mörg gælunöfn í gangi en virka öll fínt

Aldur: 20 ára

Giftur / sambúð: Á rígföstu með henni Fanny Mellbin
Börn: Nei

Kvöldmatur í gær: Heimatilbúin mexíkósk kjúklingasúpa ala kæró

Uppáhalds matsölustaður: Mcdonalds

Hvernig bíl áttu: Gulllitaður Yaris, go hard or go home. Kallaður "Gullvagninn".

Besti sjónvarpsþáttur: Spartacus og Games of Thrones er grjóthart en svo er Dance moms að koma sterkt inn.

Uppáhalds hljómsveit: Guns N’ Roses.

Uppáhalds skemmtistaður: Bíddu þessi spurning hefur farið í skógarferð var þessi ekki stíluð á Ásgeir Þór Ingólfs??

Frægasti vinur þinn á Facebook: Þorgrímur Þráins, legend.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "0 kr Ring innan Frelsi hefur verið virkjuð, gildir í 31 dag. Inneign þín hefur hækkað um 2000 kr. Nánari upplýsingar á ring.is"

Hefurðu tekið dýfu innan teigs: Dýfur eru fyrir pappakassa.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Nú er ég bara ekki viss, segjum bara Joshua King.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Góður félagi minn hann Arnar Sveinn má eiga þetta í gegnum yngri flokkanna. En seinna meir verð ég að segja Jón Vilhelm, ef þú ert markmaður og hann biður um að fá að taka víti á þig á æfingu. Segðu bara nei, þetta er ekkert nema almenn leiðindi í þessum manni. Tekur 2 klst í tilhlaup og potar síðan eitthverri tussu í hornið sem er laust.

Sætasti sigurinn: Hingað til er það Hattar sigurinn gegn Árborg á seinasta tímabili þegar okkur varð ljóst að við værum komnir upp, ansi sætt það.

Mestu vonbrigðin: Fyrir utan súkkulaðið sem ég keypti mér áðan sem bragðaðist eins og kúkur. Ætli það sé ekki þá bara hversu stutt tímabilið er hérna á klakanum, alveg hreint óþolandi.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool, keypti mér Liverpool trefil þegar ég var ca. 10 ára og eftir það hef ég horft á í það mesta 5 Liverpool leiki frá þeim degi til dagsins í dag.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Gummi Tóta svo hann gæti kennt mér að ná háu nótunum.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Lengja tímabilið um helming og í leiðinni kaupa betra veður hingað á klakann.

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins: Höddi Blö í Juve, eins gott að hann bíður mér til Ítalíu eftir þetta.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni: Úff, erfið spurning. Þetta þyrfti helst að vera samsetning af nokkrum leikmönnum. Andlitið hans Brynjars Kr, líkaminn hans Nesta og krullurnar hans Andra Fannars. Þetta held ég að yrði deadly combo.

Fallegasta knattspyrnukonan: Hún Einar Gunnarsson, fyrrverandi alt muligt mand á Hlíðarenda sem þykir standa sig vel í markinu hjá kvk mfl. hjá Val á æfingum hlítur bara að hreppa hnossið. Eftir að hún byrjaði að láta sjá sig í punghlífinni sinni í klefanum okkar þá hafa þó nokkrir flaggað allaveganna í hálfa.

Besti íþróttalýsandinn: Nú horfi ég lítið sem ekkert á leiki, en kíki oft á highlights og ætli þessir Indversku íþróttalýsendur sem fara á kostum í flestum af þessum highlights fái ekki vinninginn.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: HB landsliðs skyldi eftir sig ansi stórt skarð, en Þórir Guðjónsson virðist vera að stíga upp. Annars hef ég heyrt líka eitthvað um Ásgeir Þ. Ingólfs og reiðhöllina.

Uppáhalds staður á Íslandi: Liggjandi í nýslegnu grasi á Hlíðarenda eftir eina M vörslu.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ætli maður rifji ekki upp flottustu vítaspyrnu sem hefur sést á fótboltavelli. Þetta var í 3.flokki hjá Leikni R og ég var í strikernum og við fengum vítaspyrnu gegn Þrótti ef ég man rétt. Ég steig á punktinn og ákvað að phsycha markmanninn svolítið með því að taka öfugt tilhlaup eins og ég væri að fara að skjóta með vinstri. Viti menn í miðju hlaupi skipti ég yfir á hægri og þruma boltanum í slánna hægra megin. Boltinn lengst uppí loft og markmaðurinn vissi ekkert hvert boltinn hafði farið, skoppar boltinn í jörðina og í slánna og í jörðina og upp í þaknetið, takk fyrir ekkert gauf þar. Ef ég man rétt þá dæmdi Eyjólfur Tómasson, markmaður Leiknis í dag, leikinn. Ég vonast til þess að hann muni eftir þessu atviki svo að einhver geti staðfest þetta.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var 2007 í bikarnum með Leikni R á móti Haukum, man vel eftir því þegar við löbbuðum inn á völlinn og Hauka-stuðningsmennirnir voru eitthvað að ópa "markmaðurinn hjá þeim er kjúklingur!" Ég vissi ekkert hvað það þýddi og velti því fyrir mér hvernig í fjandanum ég væri líkur kjúklingi.

Besta við að æfa fótbolta: Þú getur ekki borðað Lackerol.

Hvenær vaknarðu á daginn: Ég er að skríða fram úr upp úr 7.30.

Íþróttamaður ársins 2012: Hef ekki grænan, eigum við ekki bara að skjóta á Gunnar Nelson sá er granít harður.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei ekki nema það pósti einhver á facebook t.d. "OMG THIS IS THE CRAZIEST DUNK I EVER SEEN IN MY LIFE" eða eitthvað í þá átt þá slysast ég til að kíkja á það.

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik: Það hefur eflaust verið einhver A-landsleikur í fyrra.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Adizero nú um mundir.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Espanol es loco.

Vandræðalegasta augnablik: Man ekki eftir neinu svaðalegu eins og er. En það var ágætlega fyndið þegar ég áttaði mig á því að ég var búinn að vera kalla hann Hörð Björgvin, Hlyn næstum því allann leikinn gegn Azerbaídsjan.

Skilaboð til Lars Lagerback: Velkominn á klakann Lalli, ekki láta veðrið stíga þér til höfuðs.

Viltu opinbera leyndarmál að lokum: Ég var starfsmaður ársins á Mcdonalds árið 2008, ef þú fékkst þér Big mac á þeim tíma þá eru miklar líkur á því að ég hafi matreitt fyrir þig.
Athugasemdir
banner
banner
banner