Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. október 2012 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Poll: Suarez átti að fá rautt
Poll hefur einstaklega mikla reynslu af dómgæslu og alltaf áhugavert að athuga hvað hann hefur til málanna að leggja.
Poll hefur einstaklega mikla reynslu af dómgæslu og alltaf áhugavert að athuga hvað hann hefur til málanna að leggja.
Mynd: Getty Images
Luis Suarez hefði átt að skora sigurmark Liverpool gegn Everton þegar liðin mættust í enska boltanum á sunnudaginn.

Staðan var 2-2 þegar Suarez skoraði þriðja mark Liverpool undir lok leiksins en það var ranglega dæmt af vegna rangstöðu.

Graham Poll, einn virtasti dómari allra tíma á Englandi, er sammála því að markið hans Suarez hefði átt að standa en segir að hann hefði persónulega verið búinn að reka Suarez af velli á þessum tímapunkti leiksins.

,,Ég hefði gefið honum gult spjald eftir fyrsta mark leiksins þegar hann hljóp að varamannabekk Everton og dýfði sér fyrir framan David Moyes til að fagna markinu," skrifaði Poll í pistli sínum á vefsíðu Daily Mail.

,,Í ljósi þess að knattspyrnustjóri Everton kvartaði undan dýfum Suarez fyrir leikinn verðskulduðu þessi fagnaðarlæti ekkert nema gult spjald vegna þess að Suarez hafði augljóslega skipulagt þetta og gert einungis til að pirra Moyes og andstæðinga sína.

,,Suarez fékk ekki gult spjald hérna en fékk þó sanngjarnt gult spjald þegar hann traðkaði á hásin Sylvain Distin á 71. mínútu. Þar hefði ég rekið hann af velli með öðru gulu spjaldi."

Athugasemdir
banner
banner