Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. desember 2013 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Robert Sandnes í Start (Staðfest)
Robert Sandnes
Robert Sandnes
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Start í norsku úrvalsdeildinni hefur fengið Robert Johann Sandnes frá Stjörnunni en hann semur við félagið til næstu þriggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu Start.

Sandnes, sem er 21 árs gamall, hefur spilað síðustu tvö sumur á Íslandi, en hann lék fyrst með Selfyssingum undir stjórn Loga Ólafssonar sem fékk hann svo með sér í Stjörnuna er hann tók við af Bjarna Jóhannessyni.

Logi Ólafsson var látinn taka poka sinn hjá Stjörnunni eftir tímabilið, en Sandnes ákvað þá að reyna fyrir sér erlendis. Norski leikmaðurinn hefur nú gert þriggja ára samning við Start og er hann í skýjunum með það.

,,Þetta er frábært tækifæri fyrir mig. Núna vonast ég eftir því að taka næsta skref á ferlinum og bæta mig sem fótboltamaður. Ég er mjög spenntur fyrir þessu og það er frábært að fara í svona félag eins og Start," sagði Sandnes við heimasíðu Start.

Hann lék 21 leik með Stjörnunni í sumar í bæði deild- og bikar og þá gerði hann tvö mörk fyrir félagið sem í fyrsta sinn í sögunni tókst að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni með því að ná þriðja sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner