Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. janúar 2014 15:41
Magnús Már Einarsson
Ögmundur ekki til Motherwell strax - Gæti farið í sumar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, býst ekki við að ganga til liðs við skoska félagið Motherwell áður en félagaskiptaglugginn í Skotlandi lokar á morgun.

Ögmundur æfði með Motherwell í síðustu viku og heillaði forráðamenn félagsins. Hann gæti gengið til liðs við Motherwell í sumar en býst ekki við að neitt gerist í dag eða á morgun.

,,Ég fer ekki núna nema eitthvað stórkostleg breytist. En maður veit aldrei í þessu," sagði Ögmundur við Fótbolta.net í dag.

,,Ég fór út með það í huga að þetta væri meira fyrir sumarið. Það yrði bónus ef ég myndi detta inn strax. Þeir voru meira að hugsa um sumarið," bætti Ögmundur við en menn hjá Motherwell voru ánægðir með frammistöðu hans á æfigum.

,,Ég fékk mjög góð viðbrögð hjá stjóranum og markmannsþjálfaranum og þeir voru áhugasmir. Þetta var mjög góð æfingavika og það voru allir sáttir."

Ögmundur er 24 ára gamall en hann hefur verið einn öflugasti markvörðurinn í Pepsi-deildinni undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner