Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 22. september 2015 17:31
Elvar Geir Magnússon
Danny Schreurs farinn frá Leikni - Braut agareglur
Danny Schreurs í leik með Leikni.
Danny Schreurs í leik með Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenski sóknarmaðurinn Danny Schreurs hefur yfirgefið Leikni eftir að hafa brotið agareglur hópsins. Þetta staðfesti Davíð Snorri Jónasson, annar þjálfara Leiknis, við Fótbolta.net í dag.

„Þetta var ákvörðun hjá okkur þjálfurunum eftir að hann braut agareglur," segir Davíð sem segir að slök frammistaða leikmannsins hafi ekki haft neitt með þessa ákvörðun að gera.

Danny kom til Leiknismanna í glugganum til að hressa upp á sóknarleik liðsins en náði ekki að standa undir væntingum og tókst ekki að skora mark.

Tvær umferðir eru eftir af Pepsi-deildinni og er Leiknisliðið fjórum stigum frá öruggu sæti. Liðið á eftir að leika gegn KR á heimavelli á laugardag og svo útileikur gegn Keflavík viku síðar.

Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Danny var ónotaður varamaður í 3-1 tapinu gegn Fylki í síðustu umferð en þeir leikmenn sem Leiknir hefur fengið á tímabilinu til að styrkja sóknarleikinn hafa ekki fundið sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner