Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 15. nóvember 2016 11:26
Jóhann Ingi Hafþórsson
Haraldur Freyr hættur (Staðfest) - Fékk tilboð úr Pepsi-deildinni
Haraldur Freyr er hættur í fótbolta.
Haraldur Freyr er hættur í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingurinn Haraldur Freyr Guðmundsson, hefur lagt skóna á hilluna en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hann fékk tilboð til að halda áfram að spila og m.a úr Pepsi-deildinni. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði Grindavík áhuga á að fá hann í sínar raðir. Haraldur ákvað hins vegar að hætta en hann verður 35 ára í næsta mánuði.

Miðvörðurinn hefur áhuga á að fara út í þjálfun en það verður ekki á næsta ári.

„Ég er búinn að vera að hugsa og pæla eftir að tímabilinu lauk og það er ýmislegt búið að vera í gangi og í boði en ég tók þá ákvörðun að setja punkt og hætta. Það verður enginn fótbolti árið 2017."

„Það var engin sérstök ástæða, ég verð 35 ára í desember. Það var ýmislegt í boði og t.d að fara í Pepsi-deildina aftur en það kom einhver hugsun í mig sem sagði að þetta væri fínt. Ég hef hins vegar mikinn áhuga á að fara í þjálfun þó það verði ekki árið 2017."

Keflavík er eina félagið sem hann spilaði með hér á landi. Haraldur fór svo í atvinnumennsku þar sem hann spilaði í Noregi, Kýpur og Skotlandi ásamt því að hann spilaði tvo landsleiki fyrir A-landslið Íslands. Haraldur spilaði 226 leiki fyrir Keflavík og skoraði í þeim 12 mörk.

„Þegar ég hef verið á Íslandi hef ég alltaf viljað vera hjá Keflavík, þó það hafa komið tækifæri til að fara eitthvað annað, þá hef ég alltaf viljað vera hér. En svo hef ég spilað hjá Álasundi og Start í Noregi og Apollon í Kýpur og svo var ég á láni hjá Hibernian í Skotlandi þegar ég var mjög ungur, svo maður prófað eitthvað í þessu," sagði Haraldur
Athugasemdir
banner
banner
banner