Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. febrúar 2017 19:16
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn: Sveinbjörn óvænt hetja Þróttara
Þróttarar sigruðu Laugardalsslaginn
Sveinbjörn Jónasson tryggði Þrótturum sigurinn
Sveinbjörn Jónasson tryggði Þrótturum sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 3 Þróttur Reykjavík
0-1 Brynjar Jónasson ('5)
0-2 Vilhjálmur Pálmason ('42)
1-2 Alex Freyr Elísson - úr vítaspyrnu ('45)
2-2 Simon Smitd ('72)
2-3 Sveinbjörn Jónasson ('75)
Rautt spjald: Finnur Ólafsson - Þróttur ('35)

Það var slagur um Laugardalinn í Lengjubikarnum í kvöld þegar Inkasso-deildarliðin Fram og Þróttur Reykjavík mættust í Egilshöll.

Þróttarar byrjuðu af krafti og skoraði Brynjar Jónasson strax á 5. mínútu. Finnur Ólafsson, leikmaður Þróttar fékk svo að líta á rauða spjaldið á 35. mínútu og þeir hvítrauðu því einum færri.

Það skipti þó ekki máli því Vilhjálmur Pálmason tvöfaldaði forystu Þróttara á 42. mínútu. Framarar minnkuðu svo muninn á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Fram jafnaði leikinn á 72. mínútu en skömmu síðar skoraði Sveinbjörn Jónasson sigurmark Þróttara og sjaldgæfur sigurleikur á undirbúningstímabilinu staðreynd hjá rauðum og hvítum.

Sveinbjörn var svo sannarlega óvænt hetja Þróttar en hann lék síðast með liðinu 2013 og skoraði þá 8 mörk í 1. deildinni. Árið 2011 skoraði hann 19 mörk í 22 leikjum með Þrótti í 1. deildinni og lék svo með Fram í Pepsi-deildinni árið á eftir.

Í fyrra spilaði hann nokkra leiki með KH í 4. deildinni en Þróttur hafði ekkert tilkynnt um endurkomu hans til félagsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner