Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. febrúar 2017 17:06
Alexander Freyr Tamimi
Lengjubikarinn: Emil skoraði og sá rautt í sigri FH
Emil Pálsson skoraði en fékk einnig að líta rauða spjaldið.
Emil Pálsson skoraði en fékk einnig að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 2 FH
0-1 Emil Pálsson ('21)
0-2 Kristján Flóki Finnbogason ('38)
1-2 Arnþór Ingi Kristinsson ('62)
Rautt spjald: Emil Pálsson, FH ('77)

Emil Pálsson kom FH í 1-0 á 21. mínútu þegar hann kláraði færi eftir undirbúning Böðvars Böðvarssonar.

Um stundarfjórðungi síðar bætti Kristján Flóki Finnbogason við marki eftir klaufagang í vörn Víkings.

Arnþór Ingi Kristinsson hleypti spennu í leikinn á 62. mínútu þegar hann minnkaði muninn eftir góða hornspyrnu, en nær komst Víkingur ekki þrátt fyrir að hafa verið manni fleiri síðasta stundarfjórðunginn eftir að Emil Pálsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

FH er á toppi Riðils 1 í A-deild Lengjubikarsins með sex stig eftir fyrstu tvo leiki sína. Víkingur er með þrjú stig.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Athugasemdir
banner
banner