banner
fös 10.mar 2017 12:44
Magnús Már Einarsson
Ármann Smári leggur skóna á hilluna
watermark Ármann Smári Björnsson.
Ármann Smári Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ
watermark Ármann fagnar marki sínu gegn Norđur-Írum áriđ 2007.
Ármann fagnar marki sínu gegn Norđur-Írum áriđ 2007.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Ármann Smári Björnsson fyrirliđi ÍA til margra ára hefur ákveđiđ ađ leggja skóna á hilluna og mun ekki spila fyrir liđiđ í sumar. Hinn 36 ára gamli Ármann Smári meiddist illa undir lok síđustu leiktíđar ţegar hann sleit hásin í leik gegn KR.

Hann var stađráđinn í ţví ađ snúa aftur út á völlinn í sumar, en hefur nú tekiđ ţá ákvörđun um ađ láta stađar numiđ.

„Ţađ hefur veriđ frábćrt ađ spila fyrir ÍA. Ţađ er eiginlega ótrúlegt og erfitt ađ lýsa ţví. Ţetta er stórt félag og bćrinn snýst allur um ţetta. Ţađ eru allir međ,“ segir Ármann Smári um ferilinn hjá ÍA.

Ármann er uppalinn hjá Sindra á Höfn í Hornafirđi en hann gekk ungur til liđs viđ Val. Ármann spilađi síđan međ FH áđur en hann fór út í atvinnumennsku ţar sem hann lék međ Brann í Noregi og Hartlepool á Englandi.

Á ferli sínum spilađi Ármann sex landsleiki fyrir Íslands hönd og skorađi eitt mark, gegn Norđur-Írum áriđ 2007. Í ţeim leik spilađi hann í fremstu víglínu en ţar spilađi hann á tímabili á ferli sínum.

Ármann Smári gekk til liđs viđ ÍA fyrir leiktíđina 2012 og hefur stađiđ í vaktina í miđju varnarinnar í fimm leiktíđir. Einnig hefur hann veriđ fyrirliđi liđsins síđan sumariđ 2014. Ármann skorađi ellefu mörk í 169 leikjum međ ÍA.

„Ármann Smári hefur veriđ mikilvćgur hlekkur í liđi Skagamanna undanfarin ár og ţví er mikill missir af honum á vellinum," segir í tilkynningu frá ÍA.

„Sem dćmi má nefna ađ hann var valinn leikmađur árs­ins 2016 hjá Morg­un­blađinu í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu en einnig var hann valinn leikmađur ársins af stuđningsmönnum liđsins eftir síđustu leiktíđ. Knattspyrnufélag ÍA ţakkar Ármanni fyrir ómetanlegt framlag á spennandi tímum hjá félaginu og óskar honum alls hins besta í framtíđinni."

Skagamenn sömdu í síđustu viku viđ pólska varnarmanninn Robert Menzel og hann á ađ fylla skarđ Ármanns í sumar. Arnór Snćr Guđmundsson, sem hefur leikiđ viđ hliđ Ármanns í vörninni, er í skóla í Bandaríkjunum en hann kemur heim í vor. Í vetur hafa Gylfi Veigar Gylfason og Hafţór Pétursson spilađ mest í hjarta varnarinnar hjá ÍA.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
Jóhann Már Helgason
Jóhann Már Helgason | mán 15. október 09:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 12. október 08:25
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 04. október 17:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fim 27. september 13:10
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 15. ágúst 14:18
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 03. ágúst 09:45
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | lau 28. júlí 07:00
fimmtudagur 15. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Belgía-Ísland
Koning Boudewijn Stadion
sunnudagur 18. nóvember
A-karla Ţjóđadeildin 2018
19:45 Sviss-Belgía