Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. mars 2017 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Skagamenn með fullt hús
Skagamenn unnu ÍR.
Skagamenn unnu ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 2 - 1 ÍR
0-1 Jón Gísli Ström ('15 , víti )
1-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('61 , víti )
2-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('69 )

ÍA hefur hafið Lengjubikarinn af fullum krafti! Skagamenn leika í Riðli 3 í A-deildinni, en þeir léku gegn ÍR núna í morgunsárið. Leikið var í Akraneshöllinni.

Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir ÍA þar sem ÍR-ingar komust yfir þegar korter var búið af leiknum. Markið sem Jón Gísli skoraði úr vítaspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir ÍR í hálfleik, en í seinni hálfleiknum náði ÍA að snúa við stöðunni. Garðar Gunnlaugsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 61. mínútu og átta mínútum síðar skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark Skagamanna.

Það voru ekki fleiri mörk skoruð og lokatölur því 2-1 fyrir ÍA. Þeir eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og sitja á toppi Riðils 3. ÍR er hins vegar án stiga á botninum.

Byrjunarlið ÍA: Ingvar Þór Kale (m), Robert Jerzy Menzel, Hafþór Pétursson, Hallur Flosason, Arnór Sigurðsson, Arnar Már Guðjónsson (f), Þórður Þorsteinn Þórðarson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Steinar Þorsteinsson, Ragnar Már Lárusson, Aron Ingi Kristinsson.

Byrjunarlið ÍR: Helgi Freyr Þorsteinsson (m), Reynir Haraldsson, Jón Gísli Ström, Jónatan Hrjóbjartsson, Hilmar Þór Kárason, Jóhann Arnar Sigurþórsson, Guðfinnur Þórir Ómarsson, Stefán Þór Pálsson, Már Viðarsson, Jordan Farahani, Axel Kári Vignisson (f).

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner