lau 11. mars 2017 20:02
Dagur Lárusson
Lengjubikarinn: Selfoss skellti Fjölni
Þórir var á skotskónum í dag.
Þórir var á skotskónum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 2 - 4 Selfoss
0-1 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson
1-1 Sjálfsmark
1-2 Ingi Rafn Ingibergsson
1-3 Ingi Rafn Ingibergsson
2-3 Þórir Guðjónsson (Víti)
2-4 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson

Um sjö leytið kláraðist leikur Fjölnis og Selfoss í A-deild Lengjubikars karla þar sem að Selfoss bar sigur úr bítum. Þetta var síðasti leikurinn í Lengjubikarnum í dag

Það voru Selfoss sem byrjuðu leikinn mun betur en það var hinn 18 ára gamli Kristinn Sölvi Sigurgeirsson sem að skoraði stórglæsilegt mark eftir aðeins 20 sekúndur og gaf tóninn og kom sínu liði í 1-0.

Á 29. mínútu leiksins náðu Fjölnismenn að jafna metin þegar Selfyssingar skoruðu sjálfsmark. Selfoss sótti þá í sig veðrið og náði aftur forystu aðeins átta mínútum seinna en þar var að verki Ingi Rafn Ingibergsson. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

Í seinni hálfleik voru það aftur Selfyssingar sem að byrjuðu betur og náðu að auka forystu sína í 3-1 á 51. mínútu leiksins þegar Ingi Rafn skoraði sitt annað mark í leiknum

Þannig var staðan alveg þangað til dramatíkin tók völd á lokamínútunum en það byrjaði allt þegar Fjölnismenn fengu víti. Þórir Guðjónsson steig á punktinn og skoraði og minnkaði muninn í 2-3.

Fjölnismenn reyndu því að kreista út jafntefli og sóttu mikið en það kom í bakið á þeim á 89. mínútu leiksins þegar Þorsteinn Daníel Þorsteinsson náði boltanum og skoraði fjórða mark Selfyssinga og tryggði þeim sigurinn.

Byrjunarlið Fjölnis: Steinar Örn Gunnarsson (m), Anton Freyr Ársælsson, Bojan Stefan Ljubicic, Igor Taskovic, Igor Jugovic, Þórir Guðjónsson, Ægir Jarl Jónasson, Ísak Atli Kristjánsson, Birnir Snær Ingason, Ingimundur Níels Óskarsson, Hans Viktor Guðmundsson (f)

Byrjunarlið Selfoss: Guðjón Orri Sigurjónsson (m), Andrew James Pew (f), Giordano Pantano, Alfi Conteh Lacalle, Martinez Gutierrez, Sölvi Sigurgeirsson, Ingi Rafn Ingibergsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, James Mack, Haukur Ingi Gunnarsson, Hafþór Þrastarson

Athugasemdir
banner
banner
banner