fim 16. mars 2017 20:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Stjarnan lagði Fram að velli
Stjarnan heldur áfram að vinna í Lengjubikarnum.
Stjarnan heldur áfram að vinna í Lengjubikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fram 1 - 2 Stjarnan
0-1 Kristófer Konráðsson ('61 )
1-1 Ivan Bubalo ('73, víti )
1-2 Hörður Árnason ('83 )
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Stjarnan vann nauman sigur á Fram í Lengjubikarnum í kvöld, en leikið var í Egilshöll.

Það vantaði mörkin í fyrri hálfleikinn, en í þeim seinni fengu viðstaddir að sjá þrjú mörk. Það fyrsta gerði Kristófer Konráðsson eftir rúman klukkutíma, en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Fram jafnaði með marki úr vítaspyrnu, en þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna kom Hörður Árnason Stjörnunni yfir með skallamarki og tryggði þar með sigurinn.

Niðurstaðan var sanngjarn sigur Stjörnunnar, sem er núna á toppnum í Riðli 4 í A-deildinni. Þeir eru með 10 stig, en Fram er á meðan án stiga.

Byrjunarlið Fram: Atli Gunnar Guðmundsson (m), Sigurpáll Melberg Pálsson, Sigurður Þráinn Geirsson, Simon Kollerup Smidt, Alex Freyr Elísson, Arnór Daði Aðalsteinsson, Kristófer Jacobson Reyes, Hogni Madsen, Indriði Áki Þorláksson, Benedikt Októ Bjarnason, Ívar Reynir Antonsson.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Haraldur Björnsson (m), Brynjar Gauti Guðjónsson, Jósef Kristinn Jósefsson, Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Baldur Sigurðsson, Hörður Árnason, Hilmar Árni Halldórsson, Guðjón Baldvinsson, Ævar Ingi Jóhannesson, Arnar Már Björgvinsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner