Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. mars 2017 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KR gekk á lagið í seinni hálfleik gegn ÍBV
Óskar Örn skoraði tvö síðustu mörk KR.
Óskar Örn skoraði tvö síðustu mörk KR.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
KR 4 - 0 ÍBV
1-0 Pálmi Rafn Pálmason ('63)
2-0 Finnur Orri Margeirsson ('66)
3-0 Óskar Örn Hauksson ('84, víti)
4-0 Óskar Örn Hauksson ('85)
Rautt spjald: Óskar Elías Zoega Óskarsson, ÍBV ('81)
Lestu nánar um leikinn

Frábær seinni hálfleikur skilaði KR-ingum sigri gegn ÍBV í Lengjubikarnum í dag, en þessi leikur fór fram í Egilshöll.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur, en staðan að honum loknum varn markalaus; það átti þó eftir að breytast í þeim seinni.

Reynsluboltinn Pálmi Rafn Pálmason kom KR í 1-0 á 63. mínútu og þremur mínútum eftir mark hans bætti Finnur Orri Margeirsson við öðru, 2-0 fyrir KR.

Á 81. mínútu fékk Óskar Elías Zoega Óskarsson, leikmaður ÍBV, að líta rauða spjaldið fyrir olnbogaskot og eftirleikurinn var auðveldur fyrir KR-inga.

Óskar Örn Hauksson bætti við tveimur mörkum til viðbótar og lokatölur urðu 4-0 fyrir KR, sem er núna með sjö stig eftir fjóra leiki, rétt eins og ÍBV.

Byrjunarlið KR: Sindri Snær Jensson (m), Ástbjörn Þórðarson, Gunnar Þór Gunnarsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Finnur Orri Margeirsson, Pálmi Rafn Pálmason, Axel Sigurðarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Óskar Örn Hauksson, Guðmundur Andri Tryggvason, Valtýr Már Michaelsson.

Byrjunarlið ÍBV: Halldór Páll Geirsson (m), Pablo Punyed, Kaj Leo í Bartalsstovu, Sindri Snær Magnússon, Jónas Tór Næs, Matt Garner, Alvaro Montejo Calleja, Arnór Gauti Ragnarsson, Óskar Elías Zoega Óskarsson, Felix Örn Friðriksson, Atli Arnarson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner