Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. mars 2017 19:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: Selfoss tók stigin þrjú gegn Fylki
Selfyssingar unnu sterkan sigur á Fylki.
Selfyssingar unnu sterkan sigur á Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Fylkir 1 - 2 Selfoss
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('13)
1-1 James Mack ('59)
1-2 Arnór Ingi Gíslason ('93)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Selfoss hafði betur gegn Fylki í leik sem var að klárast í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Egilshöll.

Fylkismenn komust yfir eftir 13 mínútur þegar Hákon Ingi Jónsson skoraði eftir undirbúning Albert Brynjars Ingasonar. Staðan var 1-0 fyrir Fylki í hálfleik.

Eftir tæpan stundarfjórðung í seinni hálfleiknum jafnaði James Mack fyrir Selfoss og svo þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði Arnór Ingi Gíslason Selfyssingum sigurinn.

Selfoss er eftir leikinn með sjö stig í öðru sæti á eftir KR. Fylkir er með fjögur stig í fimmta og næst neðsta sæti Riðils 2 í A-deild.

Byrjunarlið Fylkis: Ólafur Íshólm Ólafsson (m), Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Ásgeir Örn Arnþórsson, Emil Ámundsson, Andrés Már Jóhannesson, Albert Brynjar Ingason, Hákon Ingi Jónsson, Andri Þór Jónsson, Elís Rafn Björnsson, Ari Leifsson.

Byrjunarlið Selfoss: Guðjón Orri Sigurjónsson (m), Andy Pew, Giordano Pantano, Alfi Conteh Lacalle, Ivan Martinez Gutierrez, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, Kristinn Sölvi Sigurgeirsson, James Mack, Haukur Ingi Gunnarsson, Arnar Logi Sveinsson, Hafþór Þrastarson.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner