Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 18. mars 2017 20:35
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Lengjubikarinn: Skagamenn sóttu sigur á Akureyri
Skagamenn sigruðu á Akureyri.
Skagamenn sigruðu á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þór 2-3 ÍA
0-1 Stefán Teitur Þórðarson ('29)
1-1 Gunnar Örvar Stefánsson ('48)
1-2 Albert Hafsteinsson ('49)
1-3 Steinar Þorsteinsson ('67)
1-3 Gunnar Örvar Stefánsson ('77, misnotað víti)
2-3 Jón Björgvin Kristjánsson ('92)
Rautt spjald: Robert Jerzy Menzel ('76), Ragnar Már Lárusson ('86)

Þór og ÍA áttust við í fjörugum leik á Akureyri í A deild Lengjubikars karla þar sem fimm mörk voru skoruð og tvö rauð spjöld fóru á loft.

Stefán Teitur Þórðarson skoraði eina mark fyrri hálfleiks, og staðan því 0-1 fyrir Skagamönnum í hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði með látum, Gunnar Örvar Stefánsson jafnaði metin í 1-1 fyrir Þór á 48 mínútu, en mínútu síðar voru ÍA menn komnir aftur yfir þegar Albert Hafsteinsson skoraði í mark Þórsara.

Steinar Þorsteinsson gerði þriðja mark ÍA á 67. mínútu. Á 76. mínútu var Robert Jerzy Menzel leikmaður ÍA rekinn af velli með rautt spjald.

Gunnar Örvar fékk í kjölfarið tækifæri til að gera annað markið sitt og minnka muninn fyrir Þór þegar þeir fengu vítaspyrnu en hann misnotaði spyrnuna.

Annað rautt spjald fór á loft á 86. mínútu, þá var Ragnar Már Lárusson leikmaður ÍA rekinn af velli.

Þórsarar minkuðu muninn á 92. mínútu en nær komust þeir ekki og Skagamenn fara heim með þrjú stig.

Byrjunarlið Þórs Aron Birkir Stefánsson (m), Orri Sigurjónsson, Ármann Pétur Ævarsson, Jónas Björgvin Sigurbergsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson (f), Sigurður Marinó Kristjánsson, Kristján Örn Sigurðsson, Orri Freyr Hjaltalín, Aron Kristófer Lárusson, Gunnar Örvar Stefánsson.

Byrjunarlið ÍA Ingvar Þór Kale (m), Robert Jerzy Menzel, Hallur Flosason, Garðar Bergmann Gunnlaugsson (f), Arnar Már Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson, Albert Hafsteinsson, Gylfi Veigar Gylfason, Aron Ingi Kristinsson, Stefán Teitur Þórðarson


Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner