Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 12:21
Magnús Már Einarsson
Úrslit í leik Fram og Breiðabliks standa
Svona var staðan á bekknum hjá Breiðabliki í gærkvöldi.
Svona var staðan á bekknum hjá Breiðabliki í gærkvöldi.
Mynd: Twitter - Breiðablik
KSÍ hefur ákveðið að láta úrslitin í leik Fram og Breiðabliks í Lengjubikar karla í gær standa óbreytt.

Blikar voru 1-0 yfir í leiknum í gærkvöldi þegar Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, flautaði leikinn af vegna veðurs.

Úrslitin í leiknum standa óbreytt en það þýðir að Breiðablik fer áfram í 8-liða úrslitin ef liðið vinnur Leikni Fáskrúðsfirði í lokaleik sínum eftir viku. Fram átti ekki möguleika á að fara áfram áður en kom að leiknum í gær.

Af vef KSÍ
Leikur Fram og Breiðbliks í A deild Lengjubikars karla sem fram fór fimmtudaginn 23. mars á Framvelli Úlfarsárdal var hætt eftir 70 mínútur. Dómari leiksins mat vallaraðstæður þannig að hann hefði áhyggjur af öryggi leikmanna ásamt því að línur vallarins sáust ekki.

Mótanefnd KSÍ hefur fjallað um málið og niðurstaða hennar er:

Að teknu tilliti til verkefna viðkomandi félaga næstu daga og hve stutt er í að úrslitakeppni mótsins hefjist ásamt því að verulega langt var liðið á leikinn þegar honum var hætt, hefur mótanefnd KSÍ ákveðið að úrslit leiksins skuli standa eins og þau voru þegar leiknum var hætt eftir 70 mínútur. Ákvörðunin byggir á ákvæðum 15.6 í Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót og 11.1 í Reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla.

Úrslitin í leik Fram og Breiðabliks í A deild Lengjubikars karla frá 23. mars 2017 eru því 0-1.

Sjá einnig:
Myndbönd: Leikur Fram og Breiðabliks flautaður af
Arnar Grétars: Skelfilegt fyrir knattspyrnuna
Athugasemdir
banner
banner
banner