Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. mars 2017 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KA skellti Keflavík fyrir norðan
Steinþór Freyr gerði tvö mörk fyrir KA.
Steinþór Freyr gerði tvö mörk fyrir KA.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
KA 3 - 0 Keflavík
1-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('2 )
2-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('14 )
3-0 Callum Williams ('45 )

KA lagði Keflavík í A-deild Lengjubikars karla í dag, en leikurinn fór fram á Akureyri, á KA-velli. KA tryggði sér með sigrinum sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.

KA, sem er nýliði í Pepsi-deild karla, komst yfir strax eftir tvær mínútur þegar Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði. Hann var svo aftur á ferðinni á 14. mínútu og tvöfaldaði þá forystuna.

Callum Williams gerði svo algjörlega út um leikinn undir lok fyrri hálfleiks, 3-0 fyrir KA, en þar við sat.

KA-menn eru núna á toppi Riðils 1 í A-deild með 12 stig. Keflavík, sem er að fara inn í sitt annað tímabil í Inkasso-deildinni, er í þriðja sætinu með sjö stig.

Byrjunarlið KA: Srdjan Rajkovic (m), Callum Williams, Ólafur Aron Pétursson, Almarr Ormarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Ívar Örn Árnason, Hrannar Björn Steingrímsson, Archange Nkumu, Bjarki Þór Viðarsson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Aron Elís Árnason (m), Anton Freyr Hauks Guðlaugsson, Jónas Guðni Sævarsson, Ari Steinn Guðmundssson, Marc McAusland, Jeppe Hansen, Marko Nikolic, Leonard Sigurðsson, Ísak Óli Ólafsson, Benedikt Jónsson, Tómas Óskarsson.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner