Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. mars 2017 20:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn: Íslandsmeistararnir í 8-liða úrslit
Alex Freyr skoraði fyrra mark Víkings
Alex Freyr skoraði fyrra mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergsveinn innsiglaði sigur FH-inga
Bergsveinn innsiglaði sigur FH-inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla var nú rétt að ljúka með tveimur leikjum.

Haukar mætti Víkingi Reykjavík en fyrir leik liðanna áttu Haukar ekki möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Víkingur átti hins vegar möguleika en þurftu að treysta á tap hjá FH.

Eftir hálftíma leik skoraði Alex Freyr Hilmarsson og kom Víkingi yfir af stuttu færi eftir undirbúning Geoffrey Castillion. Haukar voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig og jafnaði Daníel Snorri Guðlaugsson metinn þremur mínútum síðar eftir stoðsendingu Elton Barros.

Barros var svo sjálfur á ferðinni á 39. mínútu eftir sendingu frá Þóri Jóhanni Helgasyni. Staðan 2-1 fyrir Haukum í hálfleik. Haukar fengu svo tækifæri til að bæta við á 58. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir að Róbert Örn, markvörður Víkings braut af sér. Aron Jóhannsson tók spyrnuna en Róbert gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna.

Víkingur fengu svo sjálfir vítaspyrnu tæpum 20 mínútum síðar og brást Vladimir Tufegdzic ekki bogalistinn og jafnaði hann metinn. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-2.

Í hinum leik kvöldsins tóku nýliðarnir í Inkasso-deildinni, Grótta á móti Íslandsmeisturum FH. Eftir rólegar 20 mínútur opnuðust allar flóðgáttir. Atli Guðnason kom FH-ingum yfir á 23. mínútu og mínútu síðar tvöfaldaði Kristján Flóki Finnbogason forystu Íslandsmeistaranna. Grótta var hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig og minnkaði Agnar Guðjónsson muninn á 27. mínútu.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Bergsveinn Ólafsson þriðja mark FH og urðu það lokatölur leiksins.

Með sigrinum tryggði FH-ingar sig endanlega í 8-liða úrslit Lengjubikarsins en Grótta endaði í neðsta sæti riðilsins.

Haukar 2 - 2 Víkingur R.
0-1 Alex Freyr Hilmarsson ('30)
1-1 Daníel Snorri Guðlaugsson ('33)
2-1 Elton Renato Livramento Barros ('39)
2-2 Vlademir Tufegdzic úr víti ('76)
Lestu nánar um leikinn

Grótta 1 - 3 FH
0-1 Atli Guðnason ('23)
0-2 Kristján Flóki Finnbogason ('24)
1-2 Agnar Guðjónsson ('27)
1-3 Bergsveinn Ólafsson ('53)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner