Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 03. apríl 2017 14:10
Magnús Már Einarsson
Emil Lyng í KA (Staðfest)
Mættur í búning KA.
Mættur í búning KA.
Mynd: KA
KA hefur samið við danska sóknarmanninn Emil Lyng um að leika með liðinu í sumar.

Lyng er 27 ára gamall sóknar og kantmaður en hann kemur frá Silkeborg í Danmörku.

„Emil er nú við æfingar með KA-liðinu út á Spáni en liðið er væntanlegt heim næstu helgi. Við bjóðum Emil velkominn í Pepsí-deildarlið KA í sumar," segir á heimasíðu KA.

Emil var 18 ára gamall þegar hann samdi við Lille í Frakklandi. Hann var þar frá 2008 til 2011 en spilaði lítið.

Eftir lán hjá Zulte Waregem í Belgíu og FC Nordsjælland í Danmörku þá fór Emil til Lausanne-Sport í Sviss í eitt tímabil.

Frá 2013 til 2016 spilaði Emil með Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni en í fyrra samdi hann svo við Silkeborg. Þar hefur hann komið við sögu í 18 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Árið 2015 greindi Emil frá því að hann hefði verið í baráttu við lífshættulegan þarmasjúkdóm. Emil hefur einnig verið talsvert meiddur undanfarin ár en hann hefur verið heill heilsu á þessu tímabili í Danmörku.

Komnir:
Darko Bulatovic frá Cukaricki
Emil Lyng frá Silkeborg
Kristófer Páll Viðarsson frá Víkingi R. (Á láni)
Steinþór Freyr Þorsteinsson frá Sandnes Ulf

Farnir:
Juraj Grizlej í Keflavík
Kristján Freyr Óðinsson í Dalvík/Reyni
Pétur Heiðar Kristjánsson í Magna
Orri Gústafsson fluttur erlendis
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner