Leiknir R. 1 - 1 Grindavík (Leiknir vann 5-4 í vító)
0-1 William Daniels ('31)
1-1 Ósvald Jarl Traustason ('67)
0-1 William Daniels ('31)
1-1 Ósvald Jarl Traustason ('67)
Inkasso-deildarlið Leiknis urðu í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sig í 8-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir sigur á Pepsi-deildarliði Grindavíkur í vítaspyrnukeppni.
Grindavík voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu þeir þegar flautað var til hálfleiks, 1-0. Markið skoraði William Daniels á 31. mínútu.
Meira jafnræði var hins vegar með liðunum í seinni hálfleik og tókst Ósvald Jarl Traustason að jafna leikinn á 67. mínútu. Mark hans var einkar flott þótt svo að ákveðinn heppnisstimpill hafi verið með því. Ósvald ætlaði sér að senda boltann fyrir markið en í stað þess skoraði hann slánna inn.
Leiknismenn voru svo líklegri til þess að skora undir lok venjulegs leiktíma en ekki kom markið og framlengja þurfti leikinn.
Lítið sem ekkert gerðist í framlengingunni og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Leiknismenn sterkari en Eyjólfur Tómasson, markvörður Leiknis varði tvær spyrnur Grindvíkinga.
Leiknismenn verða því í pottinum er dregið verður á miðvikudaginn í næstu viku!
Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Sam Hewson ('120, víti)
1-1 Ragnar Leósson ('120, víti)
1-2 Björn Berg Bryde ('120, víti)
2-2 Ósvald Jarl Traustason ('120, víti)
2-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('120, misnotað víti)
2-2 Kristján Páll Jónsson ('120, misnotað víti)
2-3 Gunnar Þorsteinsson ('120, víti)
3-3 Daði Bærings Halldórsson ('120, víti)
3-4 Matthías Örn Friðriksson ('120)
4-4 Aron Fuego Daníelsson ('120, víti)
4-4 Jón Ingason ('120, misnotað víti)
5-5 Skúli E. Kristjánsson Sigurz ('120, víti)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir