Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 03. júlí 2017 21:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarinn: Leiknir R. í fyrsta sinn í undanúrslit
Leiknismenn eru komnir í undanúrslit bikarsins.
Leiknismenn eru komnir í undanúrslit bikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 2 - 1 ÍA
1-0 Arnór Snær Guðmundsson ('24 , sjálfsmark)
1-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('60 , víti)
2-1 Elvar Páll Sigurðsson ('96 )
Lestu nánar um leikinn

Það var sögulegur leikur í efra breiðholtinu í kvöld. Leiknir R. og ÍA mættust í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. ÍA hafði ekki komist í undanúrslit í 14 ár, en Leiknir hafði aldrei komist í undanúrslit.

Leiknir, sem er í neðri hlutanum í Inkasso-deildinni, byrjaði leikinn vel og þeir komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn. Arnór Snær Guðmundsson skoraði klaufalegt sjálfsmark og Leiknismenn yfir.

Staðan var 1-0 í hálfleik og það var sanngjarnt.

Gestirnir frá Akranesi jöfnuðu metin eftir stundarfjórðung í seinni hálfleiknum. ÍA fékk víti og úr því skoraði Garðar Gunnlaugsson.

Skagamenn voru nær því að vinna leikinn, en þeim tókst ekki að skora og ekki Leiknismönnum heldur. Framlenging var niðurstaðan.

Í framlengingunni var eitt mark skorað og það gerði Elvar Páll Sigurðsson fyrir Leikni á 96. mínútu. Lokatölur 2-1.

Leiknir R er komið í undanúrslit Borgunarbikarsins í fyrsta skipti í sögu sinni, það er staðreynd!
Athugasemdir
banner
banner