Elvar Páll Sigurðsson tryggði Leikni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla með því að skora sigurmarkið í framlengingu gegn ÍA. Leiknir er í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarsins.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 ÍA
„Þetta er bara geggjað. Það var mjög gaman að spila þennan leik, við vorum agaðir, láum til baka og sóttum hratt á þá," sagði Elvar.
Hann var spurður að því af hverju liðið næði þessum árangri í bikarnum á meðan það hikstar í deildinni?
„Ég veit ekki hvað veldur. Ef ég vissi það væri ég einn besti þjálfari í heimi."
Valur Gunnarsson sem tók viðtalið spurði um óskamótherja í undanúrslitum.
„Þetta er frábær spurning Valur. Þú ert alltaf með frábærar spurningar. Ég vil bara fá gott lið, heimaleik og þá er ég settur."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir