Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. september 2017 13:34
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Pogba verður lengi frá
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, reiknar með því að Paul Pogba verði lengi frá keppni vegna meiðsla aftan í læri.

Pogba meiddist gegn Basel í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði og hann hefur misst af síðustu fjórum leikjum United.

Upphaflega var talið að Pogba yrði frá keppni í mánuð til sex vikur en miðað við ummæli Mourinho í dag gæti tíminn orðið lengri.

Mourinho vildi hins vegar ekki tjá sig nákvæmlega um það hversu lengi Pogba verður frá.

Michael Carrick og Marouane Fellaini verða einnig fjarri góðu gamni þegar Manchester United mætir Crystal Palace á morgun en Mourinho vonar að Phil Jones og Antonio Valencia verði klárir eftir meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner