Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 01. október 2017 14:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikurinn í Barcelona spilaður - Engir áhorfendur
Mynd: Getty Images
Mikil ringulreið hefur skapast í kringum það hvort leikur Barcelona og Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga í dag yrði spilaður. Helstu fjölmiðlar á Spáni, þar á meðal Marca, höfðu greint frá því að leikurinn yrði ekki spilaður í dag vegna átaka í Katalóníu.

Ástandið í Katalóníu er mjög slæmt, en þar hafa brotist út mikil átök. Íbúar Katalóníu ætluðu að ganga til atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Þetta málefni er mjög umdeilt á Spáni.

Spænska lögreglan hefur reynt að koma í veg fyrir að fólki kjósi, lögreglan hefur ruðst inn á kjörstaði og gert kjörkassa upptæka.

Víða hefur komið til átaka á milli lögreglu og almennings og er mikið af myndböndum í dreifingu á samfélagsmiðlum sem sýnir átökin. Hér að neðan má sjá eitt slíkt, en við vörum við myndum.

Barcelona sendi inn beiðni til spænska knattspyrnusambandsins um að fá að fresta leiknum vegna ástandsins, en knattspyrnusambandið
samþykkti það ekki. Því hefur verið tekin ákvörðun um að leikurinn verði spilaður fyrir luktum dyrum, engir áhorfendur verða á vellinum.

Leikurinn hefst eftir rétt tæpan hálftíma.

Sjá einnig:
Verður leikur Barcelona og Las Palmas ekki spilaður?






Athugasemdir
banner
banner