Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   þri 03. október 2017 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Kristins: KR er í mínu hjarta
Rúnar eftir undirskriftina í dag.
Rúnar eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil ekki meina að þetta hafi gerst hratt, ég er búinn að taka tíma í að hugsa minn gang og skoða ýmis mál en á endanum ákvað ég að koma aftur til KR," sagði Rúnar Kristinsson nýráðinn þjálfari eftir fréttamannafund þar sem hann var kynntur til leiks í dag.

Rúnar tekur við liðinu af Willum Þór Þórssyni sem yfirgaf félagið á dögunum þar sem hann ætlar að bjóða sig fram til alþingis.

Rúnar tók við þjálfun KR sumarið 2010 en liðið varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari undir hans stjórn. Hann hætti þá með liðið eftir tímabilið 2014.

„Ég þekki mig vel hér og hef átt góða tíma í KR. Vitandi að það vantatði þjálfara hér þá var erfitt að segja nei þar sem KR er mitt uppeldisfélag, hér eru mínar rætur," sagði Rúnar.

Rúnar hafði aðra möguleika en KR.

„Það voru aðrir möguleikar já, nokkrir. En það hefði verið mjög erfitt að segja nei við KR í ljósi sögunnar. Það voru önnur félög hér heima sem settu sig í samband við mig, en KR er í mínu hjarta."

Sumarið var mikil vonbrigði fyrir KR sem missti af Evrópusæti. Hvernig líst Rúnari á stöðuna hjá liðinu?

„Ég hef fylgst með nokkrum leikjum í sumar og veit hvaða leikmenn eru hér til staðar og það er nægilegur fjöldi af góðum fótboltamönnum hérna. Það er hægt að ná árangri með KR. Það hefur verið erfitt ár hjá félaginu og við þurfum að snúa því við hratt, en við þurfum líka að vera þolinmóðir og gefa okkur tíma," sagði Rúnar.

„Kröfurnar hjá KR eru alltaf þær að vera í efstu sætunum, reyna að komast í Evrópukeppni og jafnvel að vinna titla."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner