Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. október 2017 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Puel skildi ekki Carragher
Mynd: Getty Images
Claude Puel er að stýra Leicester í fyrsta sinn í augnablikinu. Hann var ráðinn sjóri liðsins í vikunni eftir brottrekstur Craig Shakespeare.

Puel, sem er franskur, þekkir sig ágætlega til á Englandi eftir að hafa stýrt Southampton á síðustu leiktíð.

Í viðtali sem var tekið eftir ráðningu hann fékk hann spurningu frá Jamie Carragher, en hann skildi Carragher engan veginn þrátt fyrir að hafa verið á Englandi í nokkurn tíma og kunna ensku nokkuð vel.

Hreimur Carragher er mjög þykkur og það getur reynst erfitt að skilja hann eins og hann viðurkenndi sjálfur.

Sem betur fer var Carragher með Thierry Henry sér við hlið, en Henry spurði Puel á frönsku og Puel svaraði á ensku.

Sjón er sögu ríkari.






Athugasemdir
banner
banner