Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 08. nóvember 2017 17:25
Magnús Már Einarsson
Ágúst Leó í ÍBV (Staðfest)
Ágúst Leó Björnsson og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir undirskrift.
Ágúst Leó Björnsson og Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV eftir undirskrift.
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
ÍBV hefur fengið framherjann Ágúst Leó Björnsson í sínar raðir frá Stjörnunni.

Ágúst Leó skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Eimskips nú rétt í þessu. Hann flytur til Vestmannaeyja í janúar.

Ágúst Leó er tvítugur en hann var á láni hjá Aftureldingu í 2. deildinni í sumar.

Þar skoraði Ágúst þrettán mörk í tuttugu leikjum. Eftir tímabilið var hann valinn besti leikmaðurinn hjá Aftureldingu.

Ágúst Leó er uppalinn í Stjörnunni en hann skoraði einnig ellefu mörk í átta leikjum í Borgunarbikarnum og 4. deildinni með Skínanda, þáverandi varalið Stjörnunnar, árin 2014 og 2015.

Ágúst er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV fær í sínar raðir í vetur en nokkrir leikmenn hafa horfið á braut frá síðasta tímabili.

Alvaro Montejo Calleja, David Atkinson, Hafsteinn Briem, Jónas Þór Næs, Mikkel Maigaard Jakobsen og bræðurnir Pablo og Renato Punyed hafa allir farið frá félaginu undanfarnar vikur.

Viðtal við Ágúst kemur inn á Fótbolta.net síðar í dag.
Athugasemdir
banner
banner