banner
   fös 10. nóvember 2017 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Enskir miðlar fjalla um mest lesnu frétt Fótbolta.net frá upphafi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net
Slúðurpakki BBC vitnar í Fótbolta.net í dag.
Slúðurpakki BBC vitnar í Fótbolta.net í dag.
Mynd: BBC
Frétt Fótbolta.net af seinheppnum njósnara Manchester United vakti heimsathygli í gær og fjölmargir vitnuðu í fréttina.

Fréttin er orðin mest lesna frétt Fótbolta.net frá upphafi en í henni er sagt frá njósnara sem Man Utd sendi á vináttulandsleik Íslands og Tékklands í fyrrakvöld. Hann var hinsvegar svo seinheppinn að mæta á Laugardalsvöll þegar leikurinn fór fram í Katar.

The Sun benti á að Jose Mourinho knattspyrnustjóri Man Utd hafi verið að efla njósnarastarfsemi félagsins eftir að hann tók við liðinu og því sé þetta óheppileg uppákoma.

Metro bendir á að njósnarinn sem um ræðir sé líklega Tommy Möller Nielsen en Mourinho réði þann 56 ára gamla Dana til starfa í sumar.

Í Deadspin er bent á að Nielsen hafi í viðtali nýlega sagt: „Njósnarastarfið gengur líka út á að sjá að það sé ekkert að sjá," og meinti þá að útiloka að sá leikmaður sem verið sé að skoða sé nógu góður. Deadspin gerir grín að honum og segir að nú geti hann montað sig af því að hafa farið til Reykjavíkur og séð ekkert!

Sjáðu fréttina
Fótbolti.net
The Sun
DeadSpin
The Scottish Sun
Metro

Ef farið er yfir vinsælustu fréttir Fótbolta.net frá upphafi þá náði þessi frétt toppsætinu í gær. Sú frétt sem óvænt hafi toppsætið fram að því var frétt um félagaskipti Cristiano Ronaldo til Man Utd árið 2003 en sú frétt fór á mikil flug í sumar og var deilt á samfélagsmiðlum, líklega til að villa um fyrir fólki.

Vinsælustu fréttir Fótbolta.net:
1. Klúður hjá Man Utd - Sendur á Laugardalsvöll í gær
2. Cristiano Ronaldo til Man Utd (Staðfest)
3. Topp tíu - Kynþokkafyllstu leikmenn Pepsi-deildar kvenna
4. Kveðja frá Lars Lagerback: Mun fylgjast með ykkur alla ævi
5. Einkunnir Íslands gegn Englandi: Fjórir fá 10!
Athugasemdir
banner
banner