banner
   þri 14. nóvember 2017 16:03
Magnús Már Einarsson
Myndir: Pyri Siori mættur í íslenska landsliðbúninginn
Sáttur í íslenska búningnum.
Sáttur í íslenska búningnum.
Mynd: Einar Hermannsson
Finnski fótboltamaðurinn Pyry Soiri er í miklum metum hjá aðdáendum íslenska landsliðsins eftir jöfnunarmarkið sem hann skoraði gegn Króatíu í síðasta mánuði.

Soiri jafnaði undir lokin gegn Króatíu á sama tíma og Ísland vann Tyrkland 3-0 á útivelli. Ísland náði fyrsta sætinu í undankeppninni eftir þessi úrslit og tryggði sér sæti á HM.

Einar Hermannsson, liðsstjóri Fjölnis, var einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem vildi þakka Pyry fyrir markið. Hann ákvað með hjálp frá finnskum félaga sínum að koma íslenskri landsliðstreyu til Pyry.

Pyry var hæstánægður með treyjuna eins og sjá má hér til hliðar. Hann þakkaði einnig fyrir sig með nokkrum orðum.

Kveðja frá Pyry
Halló,
Ég vil persónulega þakka ykkur fyrir að senda mér landsliðstreyju með nafninu mínu á. Hún fer klárlega upp á vegg! Þetta er mér mikils virði og ég kanna að meta þetta. Bestu kveðjur og enn og aftur til hamingju með sætið á HM!

Sjá einnig:
Pyry Soiri: Thank you Mr. President!
Aðdáendaklúbbur Pyry Soiri á Facebook
Móðir Pyry Soiri á Íslandi: Hvar get ég talað um fótbolta?
Athugasemdir
banner
banner
banner