banner
   lau 03. mars 2018 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik bjargaði stigi fyrir Sandhausen
Mynd: Getty Images
Sandhausen 1 - 1 Erzgebirge Aue
0-1 Pascal Köpke ('54)
1-1 Rúrik Gíslason ('69)

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var hetja Sandhausen er liðið gerði jafntefli við Erzgebirge Aue í þýsku B-deildinni í dag.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en snemma í þeim seinni komust gestirnir í Aue 1-0 yfir. Þeir leiddu í stundarfjórðung, þangað til á 69. mínútu þegar Rúrik jafnaði metin.

Þetta er fyrsta mark Rúriks fyrir Sandhausen en hann kom til liðsins í janúar frá Nurnberg.

Lokatölur 1-1 en Sandhausen er í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá umspilssæti.

Annars eru Íslendingar að gera það gott í þýska boltanum. Aron Jóhannsson var á skotskónum í gær.
Athugasemdir
banner
banner