Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. mars 2018 18:00
Gunnar Logi Gylfason
Rússland: Björn Bergmann og Sverrir Ingi spiluðu í tapi
Björn Bergmann byrjaði inn á í liði Rostov í dag
Björn Bergmann byrjaði inn á í liði Rostov í dag
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FC Krasnodar 3 - 1 FC Rostov
1-0 Fedor Smolov (28')
1-1 Aleksey Ionov (45') (víti)
2-1 Fedor Smolov (60') (víti)
3-1 Pavel Mamaev ('89)

Björn Bergmann Sigurðarson og Sverrir Ingi Ingason byrjuðu báðir inn á fyrir Rostov á útivelli í leik gegn Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Ragnar Sigurðsson var þó fjarri góðu gamni.

Liðin fóru jöfn, 1-1, inn í hálfleikinn þar sem Íslendingaliðið jafnaði metin úr víti í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Heimamenn reyndust of sterkir í þeim síðari og skoruðu tvö mörk til viðbótar og fóru með 3-1 sigur af hólmi.

Krasnodar komst með sigrinum upp í 2.sæti deildarinnar en Rostov situr í því 9. og er þremur stigum frá umspilssæti um fall.


Athugasemdir
banner
banner
banner