Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 05. mars 2018 14:00
Elvar Geir Magnússon
Koscielny: Versta vikan á ferlinum
Það gengur illa hjá Arsenal.
Það gengur illa hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Laurent Koscielny, varnarmaður Arsenal, segir að krísan sem ríki hjá Arsenal sé sú versta sem hópurinn hafi upplifað á ferlum sínum.

Hann segir að leikmenn þurfi að axla sína ábyrgð rétt eins og Arsene Wenger en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð, í fyrsta sinn í sextán ár.

Koscielny segist vera að koma úr verstu viku ferils síns. Arsenal tapaði sannfærandi fyrir Manchester City í tvígang, fyrst í úrslitaleik deildabikarsins. Í gær kom svo tap gegn Brighton.

„Ég hef aldrei upplifað svona viku áður, þetta hefur verið erfitt fyrir alla. Þetta er kannski versti kafli sem allir í hópnum hafa farið í gegnum," segir Koscielny.

„Við reynum að spila en við finnum það að sjálfstraustið er ekki mikið. Við verðum að koma til baka, æfa vel og leggja mikið á okkur og þá fara úrslitin aftur að detta inn og sjálfstraustið sem við þurfum fyrir lokakaflann."

„Leikmenn bera ábyrgð á vellinum, stjórinn hefur sýna ábyrgð og við þurfum að standa saman. Það er erfitt að segja að þetta sé sök einhvers, félagið verður að standa saman. Þetta er erfiður tími en við þurfum að þjappa okkur saman. Stjórinn gerir sitt besta fyrir félagið sem hann elskar."

Mikil hætta er á að Arsenal missi af sæti í Meistaradeildinni en liðið mætir AC Milan í fyrri viðureign liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudag. Sigur í Evrópudeildinni gefur miða inn í Meistaradeildina.

Sjá einnig:
Selja eða halda? - Það sem Arsenal ætti að gera við leikmenn sína
Athugasemdir
banner