Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 05. mars 2018 17:36
Elvar Geir Magnússon
Markalaust gegn Evrópumeisturunum
Ísland endaði í þriðja sæti af fjórum liðum riðilsins.
Ísland endaði í þriðja sæti af fjórum liðum riðilsins.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ísland 0 - 0 Holland

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í síðasta riðlaleik Íslands á Algarve æfingamótinu. Stelpurnar okkar sýndu flottan varnarleik gegn Evrópumeisturum Hollands og niðurstaðan 0-0.

Holland hafði unnið báða leiki sína þegar kom að þessum leik en stelpurnar okkar voru með eitt stig.

Völlurinn var nokkuð þungur eftir rigningar síðustu daga og nokkur strekkingur.

Eins og við var að búast var hollenska liðið talsvert meira með boltann og það sótti nokkuð stíft í lok fyrri hálfleiksins en tókst ekki að finna leið framhjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur í markinu.

Holland komst næst því að skora um miðjan seinni hálfleik þegar liðið átti stangarskot úr dauðafæri.

Íslenska liðið náði að verjast af hörku og náði jafntefli með fínni frammistöðu. Á sama tíma vann Japan 2-0 sigur gegn Danmörku.

Holland vann riðilinn með 7 stig
Japan endaði með 6 stig
Ísland fékk 2 stig
Danmörk rekur lestina með 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner