banner
   mán 28. maí 2018 17:00
Fótbolti.net
Lið 4. umferðar í Inkasso: Nóg af markaskorurum
Emmanuel Keke var öflugur gegn Haukum.
Emmanuel Keke var öflugur gegn Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Gunnarsson er í liðinu.
Bjarni Gunnarsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferðin í Inkasso-deildinni kláraðist á laugardaginn þegar tveir leikir voru á dagskrá. Einungis eitt lið hélt hreinu í umferðinni og sóknarleikurinn var í aðalhlutverki eins og sjá má á uppstillingunni í liði umferðarinnar.

Leiknir R. náði í sinn fyrsta sigur þegar liðið lagði ÍR 3-1 á heimavelli. Sólon Breki Leifsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir á skotskónum og búlgarski miðvörðurinn Miroslav Pushkarov átti góða frumraun. Vigfús Arnar Jósepsson, sem stýrði Leikni, er síðan þjálfari umferðarinnar.

HK skellti sér á toppinn með öflugum 3-1 útisigri á Þrótti R. Bjarni Gunnarsson skoraði og lagði upp í þeim leik og Guðmundur Þór Júlíusson var gífurlega öflugur í loftinu í varnarleiknum.

Spænski framherjinn Alvaro Montejo Calleja skoraði bðiæ mörk Þórs í 3-2 sigri á Fram en hann er leikmaður umferðarinnar. Landi hans Ignacio Gil átti flottan leik á miðjunni.

Ingi Rafn Ingibergsson var maður leiksins þegar Selfoss vann sinn fyrsta leik en hann skoraði sigurmarkið undir lokin gegn Magna.

Alexander Helgi Sigurðarson og Emmanuel Keke áttu góðan þegar Víkingur Ólafsvík lagði Hauka á útivelli og Robert Blakala markvörður Njarðvíkinga var öflugur í jafntefli gegn ÍA.

Fyrri lið umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner