Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 14:45
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Nígeríu: Ætlum ekki að tapa og munum ekki tapa
Icelandair
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu.
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en þar var hann spurður út í þá gagnrýni sem leikkerfi hans fékk eftir 2-0 tapið gegn Króatíu.

Hann vildi ekkert segja til um það hvort hann muni breyta um leikkerfi í leiknum gegn Íslandi.

„Taktíkin er eitthvað sem ég vil ekki tala við um blaðamenn. Við erum með taktík til að vinna leikinn en ég get ekki tjáð mig um hana nema við leikmenn. Það voru ekki mistök í skipulaginu sem kostuðu okkur í síðasta leik heldur einbeitingarleysi í föstum leikatriðum," segir Rohr.

Þegar hann er spurður út í þann möguleika að liðið væri úr leik með tapi þá vildi hann ekki fara út í fabúleringar þess efnis.

„Ég ætla ekki að ræða það núna hvað gerist ef við töpum. Við ætlum ekki að tapa og munum ekki tapa," segir Rohr.

Meðal þess sem Rohr var gagnrýndur fyrir í fyrri leiknum var að láta John Obi Mikel spila sem fremsta miðjumann. Jose Mourinho var meðal gagnrýnenda hvað það varðar.

„Fólk má auðvitað gagnrýna og spyrja sig að þessu. Fólk talaði um að við værum með slæma 'tíu' en værum að missa 'sexu' með því að láta hann spila þarna. Svona spurningar koma bara þegar við töpum. Ef við hefðum spilað honum sem 'sexu' en tapað hefðum við fengið spurningar um af hverju hann hefði ekki verið 'tía' eins og hann hefur verið hjá landsliðinu undanfarin ár."

Francis Uzoho, markvörður Nígeríu, sagði að það væri bjartsýni í nígeríska hópnum fyrir leikinn.

„Við leggjum hart að okkur alla daga á æfingum. Sem lið erum við með áætlun fyrir leikinn en ég get ekki sagt hver hún er. Við teljum að við getum gert góða hluti gegn Íslandi." - Francis Uzoho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner