Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 18. júlí 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mótmæltu kaupum á svörtum leikmanni í Rússlandi
Mynd: FC Torpedo Moscow
Rússneska C-deildarliðið FC Torpedo frá Moskvu gekk frá kaupunum á Erving Botaka-Yoboma, 19 ára varnarmanni, á dögunum.

Botaka-Yoboma er með rússneskan ríkisborgararétt en er fæddur í Afríku og er dökkur á hörund.

Lítill hópur stuðningsmanna félagsins, þekktur sem Zapad-5 Ultras, hefur fordæmt félagaskiptin og mótmælt þeim á samfélagsmiðlum.

„Við lítum ekki á húðlit leikmanna. Við höfum aldrei gert það og munum aldrei gera það," sagði Roman Avdeyev, eigandi Torpedo, og benti á að Botaka-Yoboma komi upprunalega úr uppeldisstarfi félagsins.

Alexander Zotov, yfirmaður rússnesku leikmannasamtakanna, svaraði stuðningsmannahópnum fullum hálsi.

„Viðhorf til kynþáttafordóma breyttist mikið með heimsmeistaramótinu en það eru ennþá nokkur fífl þarna úti.

„Þröngsýnir hálfvitar eru til í öllum löndum. Við sýndum alvöru andlit Rússlands í kringum heimsmeistaramótið, við erum opin og glaðlynd þjóð."

Athugasemdir
banner
banner
banner