Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 19. júlí 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Sevilla ætla ekki á úrslitaleikinn gegn Barca
Mynd: Getty Images
Ekki er hægt að búast við að sjá marga stuðningsmenn Sevilla þegar liðið mætir Barcelona í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í ágúst.

Börsungar unnu deild og bikar á síðasta tímabili og tryggðu sér þannig sæti í úrslitaleiknum. Barca lagði Sevilla 5-0 að velli í úrslitaleik bikarsins og því fær Sevilla þátttökurétt í Ofurbikarnum.

Fyrri leikur Ofurbikarsins átti að fara fram laugardaginn 5. ágúst og sá síðari 12. ágúst en spænska knattspyrnusambandið ákvað á dögunum að breyta fyrirkomulaginu. Í stað tveggja leikja verður aðeins einn leikur spilaður, þann 12. ágúst.

Þetta kemur sér afar vel fyrir Barcelona sem mætir Roma 4. ágúst í risastóru æfingamóti, International Champions Cup. Mótið er mestmegnis haldið í Bandaríkjunum og skilar góðum tekjum fyrir félögin sem taka þátt.

„Þessi ákvörðun var tekin alltof seint og henni var komið illa til skila. Þess ákvörðun er einhliða og bara tekin til þess að aðstoða Barcelona og bæta þeirra fjárhag," stendur í yfirlýsingu frá stærsta stuðningsmannafélagi Sevilla.

„Eitt félag setur vináttuleik í San Francisco ofar í forgangsröðina heldur en keppnisleik um spænska Ofurbikarinn. Þessi ákvörðun er bara tekin til að hjálpa Barca."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner